Í sumar verður notuð ný aðferð við að uppræta gróður milli gangstéttarhella og við vegkanta með hitadælum og einangrandi froðu. Þessi aðferð hefur verið notuð í 10 ár í Danmörku með góðum árangri og efni sem notuð eru í froðuna eru úr maís og kókos. Þau eru umhverfisvæn og hafa fengið jákvæða umsögn Umhverfisstofnunar.
Eyðing gróðursins byggir á hita en unnið er með 95 – 98 gráðu heitt vatn, ekki ósvipað þeirri aðferð að sem margir nota heima við þegar þeir sjóða vatn og hella yfir óæskilegar plöntur. Eftir því sem hitinn er meiri og varir lengur nær eyðingarmátturinn neðar í rótina. Til að halda hitanum lengur á plöntunum kemur froðan yfir til einangrunar, en hún er búin til úr lausn með afurðum maíss og kókospálma. Stig segir að vegfarendur spyrji oft hvort hundum stafi hætta af froðunni, en svo er ekki. Um er að ræða umhverfisvænt efni. Froðan hverfi á 25 – 30 mínútum og hafi ekki áhrif hvorki áhrif á dýr, yfirborð gangstétta né heldur á bíla, reiðhjól eða strætóskýli. Eyðingarmátturinn er ekki í froðunni heldur hitanum og hann verkar á gróðurinn sem uppræta á. Eins og gefur að skilja dregur úr hitaeinangrun froðunnar í sterkum vindi og rigningu.
Þeir sem stjórna umhirðu borgarlandsins telja mikinn hag af þessari nýju aðferð. Atli Marel Vokes, deildarstjóri á hverfastöð umhverfis- og skipulagssviðs segir að stað þess að vera með fjórtán manna flokk í að kraka í burt gróður á milli hella verði tveir sérþjálfaðir menn á bíl með dælubúnaði í þessum verkefnum. Benedikt Birgisson, Stefán Þorvaldsson og Orri Hilmarsson hjá Reykjavíkurborg og Arnar E. Ragnarsson frá Vegagerðinni fengu fræðslu og þjálfun í notkun búnaðarins.