Grafarvogskirkja kl. 11:00 – Erkitýpur og ofurkonur
Útvarpað verður frá guðsþjónustunni. Í tilefni af alþjóðabaráttudegi kvenna, sem haldinn er 8. mars ár hvert, verður fjallað um erkitýpur og ofurkonur í Biblíuni og í veröldinni okkar auk þess sem sagt verður frá verkinu “Móðirin” eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur og hangir nú í kapellu kirkjunnar. Sr, Guðrún Karls Helgudóttir, sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir og Kristín Gunnlaugsdóttir, listakona prédika og þjóna ásamt fermingarbörnum og messuþjónum.
Hákon Leifsson organisti stjórnar tónlistinni, Ásgeir Jón Ásgeirsson spilar á gítar og Kór kirkjunnar syngur ásamt Særúnu Harðardóttur, sópran.
Sunnudagaskóli verður á neðri hæð kirkjunnar á sama tíma. Umsjón hefur Pétur Ragnhildarson, æskulýðsfulltrúi.
Kaffi á eftir!
Kirkjusel kl. 13:00 – Selmessa
Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir leiðir Selmessu og Helga Bragadóttir, guðfræðinemi prédikar.
Hilmar Örn Agnarsson er organisti og Vox Populi syngur.
Kaffi á eftir!