Helgi Sig hefur verið ráðinn sem þjálfari 2. flokks karla hjá félaginu. Félagið lýsir yfir mikilli ánægju með þessari ráðningu og býður hann velkominn til starfa.

Helgi hefur eins og allir þekkja náð góðum árangri bæði sem leikmaður á sínum ferli og sem þjálfari ÍBV og Fylkis. Miklar vonir er um að hans reynsla muni hjálpa leikmönnum okkar að stíga en stærri skref í þróun sinni sem framtíðarleikmenn Fjölnis.
Annar flokkur er fjölmennur flokkur sem býr yfir miklum hæfileikum og verður spennandi að fylgjast með þeim leikmönnum næstu árin.
Ásamt Helga í þjálfarateyminu hjá 2. flokki verður Þórir Karlsson sem var í þjálfarateymi 2. flokks í fyrra og hefur þjálfað hér hjá Fjölni undanfarin ár.