Hátíðleg og notaleg jólaheimsókn í Grafravogskirkju á aðventu
Nemendur, kennarar og starfsmenn Rimaskóla heimsóttu Grafarvogskirkju á aðventu líkt og undanfarin ár.
Þeir sr. Vigfús Þór og sr. Sigurður Grétar prestar kirkjunnar tóku á móti 600 gestum í tveimur heimsóknum. Andi jólanna sveif svo sannarlega yfir vötnum, því hvert söng-og tónlistaratriðið var flutt af öðru við undirleik Rakelar Maríu Axelsdóttur tónmenntakennara skólans.
Rakel María hefur í gegnum árin sín í Rimaskóla innleitt nokkur dásamleg jólalög sem nemendur skólans kunna orðið svo vel við og syngja með af raust.
Sr. Vigfús Þór fræddi börnin um aðventuna og sr. Sigurður Grétar sagði jólasögu sem allir gestirnir hlýddu á með athygli.
Starfsmenn skólans voru bæði ánægðir og stoltir yfir frammistöðu nemenda sem allir virtust njóta heimsóknarinnar og þeirra frábæru atriða sem þar voru í boði.
Helgi Árnason