Gunnar Már Guðmundsson, Herra Fjölnir eins og hann er oft kallaður, hefur framlengt samningi sínum við félagið um tvö ár. Gunnar Már hefur verið einn af lykilmönnum Fjölnis í sumar eins og undanfarin ár. Hann er eins og gott rauðvín, batnar með aldrinum!
Auk þess að spila með meistaraflokksliði Fjölnis næstu 2 árin mun hann einnig halda áfram að þjálfa meistaraflokkslið kvenna hjá félaginu, eins og hann gerði á þessu leiktímabili.
Á myndinni má sjá Gunnar Má og Árna Hermannsson, formann knattspyrnudeildar Fjölnis, handsala samninginn.