Guðsþjónustur sunnudaginn 22. janúar

Messa kl. 11:00 í Grafarvogskirkju. Fermingarbörnum í Rimaskóla og Foldaskóla er sérstaklega boðið ásamt fjölskyldum. Það verður stuttur fundur með þeim eftir messuna. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir og séra Sigurður Grétar Helgason þjóna. Kór Grafarvogskirkju syngur og organisti er Hákon Leifsson. Það verður sunnudagaskóli á neðri hæð kirkjunnar kl. 11:00. Umsjón hefur Þóra Björg og undirleikari er Stefán Birkisson.

Það verður Selmessa í Kirkjuselinu kl. 13:00. Séra Grétar Halldór prédikar og þjónar fyrir altari. Vox populi syngur og organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Sunnudagaskóli í Kirkjuselinu kl. 13:00. Umsjón hefur Bjarki Geirdal Guðfinnsson og undirleikari er Stefán Birkisson.

 

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.