Kirkjan kl. 11:oo
Æskulýðsmessa – Útvarpað verður frá messunni. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir þjónar ásamt Evu Björk Valdimarsdóttur, framkvæmdarstjóra ÆSKÞ, Þóru Björgu Sigurðardóttur, æskulýðsfulltrúa Grafarvogssafnaðar og fjölda barna og unglinga. Vox populi og Stúlknakór Reykjavíkur í Grafarvogi syngja undir stjórn Hilmars Agnarssonar, organista og Margrétar Pálmadóttur.
Undanfarnar vikur hafa börn í barna- og æskulýðsstarfi kirkjunnar unnið með efnið „Ljós og myrkur“ sem samið var undir stjórn ÆSKÞ. Tveir höfundar efnisins taka þátt í messunni, þar sem afraksturinn verður kynntur í formi myndbands, bæna og veggmynda.
Að lokinni messu verður veitingasala á vegum eldra-æskulýðsfélags kirkjunnar sem er á leið til Svíþjóðar.
Sunnudagaskóli – Umsjón hafa Ásthildur Guðmundsdóttir og sr. Sigurður Grétar Helgason. Undirleikari er Stefán Birkisson.
Kirkjusel kl. 13:00
Selmessa – Séra Sigurður Grétar Helgason þjónar ásamt messuþjónum. Kirkjuvinir syngja undir stjórn Hákos Leifssonar, organista.
Sunnudagaskóli -Umsjón hafa Ásthildur Guðmundsdóttir og sr. Sigurður Grétar Helgason. Undirleikari er Stefán Birkisson.
Æskulýðsdagurinn er mikill hátíðsdagur í kirkjunni og þú ert sérstaklega velkomin(n)!