Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs voru veitt við hátíðlega athöfn í Fellaskóla mánudaginn 26. maí. 33 nemendur í grunnskólum Reykjavíkur tóku við viðurkenningu fyrir dugnað og elju á hinum ýmsu sviðum skólastarfsins.
Fjölmenni var við athöfnina þar sem nemendur úr Fellaskóla sungu við undirleik Guðna Franzsonar og þverflauturhópur úr Tónaskóla Sigursveins lék.
Oddný Sturludóttir, formaður skóla- og rístundaráðs sagði m.a. í ávarpi sínu að eitt besta veganestið sem nemendur fengju í grunnskólanum væri færni til góðra samskipta, til að leysa ágreining á lausnarmiðaðan hátt og vera í samstarfi við fólk með margbreytilegan bakgrunn og skoðanir; „Skólamenning sem einkennist af fjölbreytni og jöfnum tækifærum eru verðmæti í sjálfu sér, stöndum saman að því að hlúa að henni, heimilin og skólarnir og stórfjölskyldan í sameiningu“, sagði Oddný.
Nemendur sem tóku við verðlaununum fengu m.a. viðurkenningu fyrir góðan námsárangur, virkni í skólastarfi, frammistöðu í íþróttum, félagsfærni og listsköpun. Markmið verðlaunanna er að hvetja
nemendur til að nýta styrkleika sína og leggja sig enn betur fram í námi, félagsstarfi eða í skapandi starfi.
1.Sudeska Gema Kuasa 10. bekk Austurbæjarskóla
2.Edda Kristín Óttarsdóttir 10. bekk Árbæjarskóla
3.Leó Ernir Reynisson 7. KG Ártúnsskóla
4.Brynhildur Vala Björnsdóttir 7.bekk Breiðagerðisskóla
5.Starri Snær Valdimarsson 10. bekk Breiðholtsskóla
6.Gylfi Snær Ingimundarson 5.bekk Dalskóla
7.Hanesa Ósk Þórsdóttir 10. bekk Fellaskóla
8.Hans Jón Ívarsson 10.bekk Foldaskóla
9.Hjalti Sigurgeirsson 10. bekk Hagaskóla
10.Selma Lind Davíðsdóttir 7.bekk Hamraskóla
11.Vukasin Krstic 10. bekkHáaleitisskóla
12.Ísabella María Eriksdóttir 7. bekkHáteigsskóla
13.Arnar Geir Geirsson 10. bekk Hlíðaskóla
14.Vanisa Lampar 4.bekk Hólabrekkuskóla
15. Guðmundur Tómas Þorláksson 7. bek Húsaskóla
16.Jóel Örn Einarsson 10.bekk Ingunnarskóla
17.Bjarni Anton Theódórsson 10. bekk Kelduskóla
18.Nevena Cupovic 10. bekk Klettaskóla
19.Thelma Ósk Þrastardóttir 10.bekk Klébergsskóla
20.Hrafnhildur Sigurðard. 8.bekk Landakotsskóla
21. Hugrún Britta Kjartansd. 10. bekk Laugalækjarskóla
22.Silja Mist Sturludóttir 5. bekk Laugarnesskóla
23.Helga Kristín Sigurðard. 7. bekk Melaskóla
24.Hildur Aradóttir 10. bekk Norðlingaskóla
25.Steinunn Björg Hauksd. 10. bekk Rimaskóla
26.Daníel Smári Hlynsson 5. bekk Selásskóla
27. Viktoría Sif Haraldsdóttir 10. bekk Seljaskóla
28.Thanawin Yodsurang 4. bekk Skóla Ísaks Jónssonar
29.Sigurður Jökull Ægisson 8. bekk Sæmundarskóla
30.Samar Uz-Zaman 10. bekk Tjarnarskóla
31.Kamilla Björg Kjartansd. 10. bekk Vogaskóla
32.Ingólfur Jón Ágúst Óskarsson 10. bekk Vættaskóla
33.Fannar Freyr Eggertsson 10.bekk Ölduselskóla