Undanfarna daga hafa grunnskólanemar um alla borg undirbúið jólin, skreytt skólann sinn og tekið þátt í jólaskemmtunum. Í dag og á morgun eru víða haldin jólaböll, en kærkomið jólaleyfi hefst í flestum skólum þann 21. desember. Skólastarf hefst aftur 2. og 3. janúar.
SAMAN-hópurinn sem skóla- og frístundasvið starfar með hvetur til samverustunda fjölskyldunnar og minnir á að samvera og tími með fjölskyldunni er besta jólagjöfin.
www.samanhopurin.is heldur úti samverudagatali á aðventunni þar sem finna má hugmyndir að nærandi samverustundum.