Fjölnisfólk stóð sig vel á nýliðnum Reykjavik International Games sem haldið var í sundlauginni í Laugardal. Alls tóku 16 keppendur þátt í sundkeppni RIG 2014 og 5 keppendur töku þátt í sundi fatlaðra. Daníel Hannes Pálsson og Kristinn Þórarinsson fengu afreksverðlaun í lok móts fyrir stigahæstu sund mótsins. Daníel átti þriðja stighæsta sundið fyrir 400m skriðsund en hann sigraði í tveimur greinum 100 og 200m flugsundi og var í verðlaunasæti í öllum úrslitasundum. Kristinn átti 5. stighæsta sundið fyrir 200m fjórsund enn hann sigraði í öllu sex úrslitasundum sínum á mótinu og setti mótsmet í 200m fjórsundi.
Hilmar Smári Jónson vann eitt gull og þrjú silfur á mótinu og Steingerður Hauksdóttir vann tvenn bronsverðlaun. Í unglingaflokki (14 og yngri) unnu Kristján Gylfi Þórisson, Sædís Ósk Gunnlaugsdóttir og Berglind Bjarnadóttir til verðlauna. Sunddeild Fjölnis átti fulltrúa í flestum greinum í úrslitum. Allir í afrekshóp syntu sig inn í úrslit og einnig komust nokkur Í A-hóp Í úrslit, Sundmenn í A-hóp eru að færast nær og nær IM-50 lágmarki og vonandi fjölgar í IM-50 hópnum á næstu mótum.
Krakkarnir okkar stóðu sig einnig frábærlega vel í flokki fatlaðra. Jón Margeir Sverrisson sigraði allar sínar greinar með miklum yfirburðum. Davíð Þór Torfason var annar í þremur greinum og varð annar í þremur greinum. Þórey Ísafold Magnúsdóttir sigraði í þremur greinum og var þriðja í þremur. Sandra Sif Gunnarsdóttir sigraði í tveimur greinum og var í öðru sæti í tveimur. Laufey Gunnarsdóttir var í þriðja sæti í 50m bringusundi enn hún er aðeins 11 ára gömul.