Gasmengun frá eldgosinu í Holuhrauni var töluverð í morgun á höfuðborgarsvæðinu og mæltist hún mest samkvæmt mælum í Grafarvogi. Myndin með fréttinni var tekin úr kirkjugarðinum klukkan 11.30.
Í hverfinu okkar mældist SO styrkur í lofti 966 á hvern rúmmetra og er slíkt magn slæmt fyrir viðkvæma og einkenni frá öndunarfærum líkleg hjá einstaklingum með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma.
Hjá veðurstofunni kemur fram að í dag (sunnudag) berst gasmengun frá eldgosinu til suðvesturs og vesturs frá gosstöðvunum. Búast má við gasmengun víða SV- og V-lands, frá Eyjafjöllum í austri og vestur á Faxaflóa og Snæfellsnes, allt norður í Hrútafjörð.
Á morgun (mánudag) er áfram spáð austlægri átt. Hætt er við gasmengun á SV-, V- og NV-landi.