
Handknattleiksdeild Fjölnis hefur gengið frá ráðningu Guðmundar Rúnars Guðmundssonar sem þjálfara meistaraflokks karla næstu tvö árin. Guðmundur hefur undanfarin tvö ár verið aðstoðarþjálfari liðsins en hefur í mörg ár starfað hjá félaginu sem þjálfari yngri flokka og sem styrktarþjálfari.
Þetta verður frumraun Guðmundar sem aðalþjálfari í meistaraflokki og verður gaman að fylgjast með hvernig liðinu vegnar á komandi árum. Það er stjórn deildarinnar mikið fagnaðarefni að veita Guðmundi þetta tækifæri og við hlökkum til áframhaldandi samstarfs við hann.
Á næstunni munu þjálfari og stjórn í sameiningu fara í gegnum leikmannamál en ljóst er að liðið mun taka einhverjum breytingum næsta vetur.
- Stjórn handknattleiksdeildar Fjölnis
Hlekkur á mynd: http://fjolnir.is/wp-content/uploads/2019/11/DSC_6395.jpg
Hlekkur á fréttina á heimasíðu Fjölnis: http://fjolnir.is/2020/04/01/frettatilkynning-handknattleiksdeildar/
Með bestu kveðju,
Arnór Ásgeirsson
Markaðsfulltrúi Fjölnis
arnor@fjolnir.is / +354 849 3418
