Fjölnir vann fábæran útisigur á Selfyssingum í kvöld 1. deildinni á Selfossi, 1-2. Gestirnir í Fjölni komust í 2-0 á fyrsta hálftíma leiksins með mörkum þeirra Bergsveins Ólafssonar og Hauks Lárussonar.
Selfyssingar efldust hinsvegar í hálfleik og skoraði Sindri Snær Magnússon skömmu eftir leikhlé, en nær komust heimamenn ekki. Eftir leikinn eru Fjölnismenn í fimmta sæti deildarinnar með 15 stig.
,,Gleði og ekkert annað. Erfiður útivöllur og frábær karaktersigur,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir 2-1 sigur á Selfossi.