Forseti Íslands heimsækir Rimaskóla á forvarnadeginum 2013

Rimaskóli

Forsetahjónin  Ólafur Ragnar Grímsson og  Dorrit Moussaieff heimsóttu Rimaskóla á forvarnadeginum 2013. Forsetinn átti fund með nemendum 9. bekkjar, kennurum og stjórnendum skólans. Forsetinn kynnti góðan árangur forvarnastarfs á Íslandi á síðustu áratugum þar sem Ísland mælist lægst hvað neyslu vímuefna meðal ungmenna varðar. Rimaskóli kynnti forsetanum og gestum hans ánægjulegan árangur við að uppræta einelti meðal nemenda skólans. Þar skora nemendur Rimaskóla lægst í síðustu Olweus- eineltiskönnun hvað varðar tíðni eineltis og mikilvægt að skólinn verji þá góðu stöðu. Forsetinn heilsaði upp á fjölmarga nemendur skólans í frímínútum og kynnti sér kennlsu í byrjendalæsi í 2-HJ. Með forseta íslands í för voru m.a. forseti ÍSÍ og forstöðumaður Miðgarðs.

 

Rimaskóli (4) Rimaskóli (3) Rimaskóli (2) Rimaskóli (1)

 

 

 

 

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.