Fólk hugi að lausum munum – veður fer versandi

Mjög hvasst er á höfuðborgarsvæðinu og eru fólk hvatt til að huga að lausum munum og koma þeim í skjól. Björgunarsveitir eru að störfum víða á Suður- og Suðvesturlandi.

Verkefnin eru af ýmsum toga; lausar þakplötur og klæðningar, fjúkandi girðingar og sorptunnur, brotnir gluggar og, þótt ótrúlegt megi virðast eftir allar viðvaranirnar, nokkur fjúkandi trampólín. Engin stór atvik hafa þó komið upp þegar þetta er skrifað. Flestar aðstoðarbeiðnirnar eru á höfuðborgarsvæðinu þar sem hátt í 60 björgunarmenn eru að störfum.

Í viðvörun frá Veðurstofunni er búist er við suðaustan stormi (meðalvindur meiri en 20 m/s) á landinu nú síðdegis. Búist er við suðvestan ofsaveðri (meðalvindur meiri en 28 m/s) SV-til í kvöld, en á N-verðu landinu frá miðnætti og fram á mánudagsmorgun

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu: Suðaustan 18-23 m/s og talsverð rigning síðdegis, hiti 3 til 8 stig. Snýst í suðvestan 20-28 undir kvöld með slydduéljum og síðar éljum og kólnandi veðri. Dregur hægt úr vindi í nótt, suðvestan 10-18 um hádegi á morgun, áfram él og hiti um frostmark.

Um höfundinn

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.