Cappella bandið UNC-Chapel Hill Clef Hangers, tók nokkur lög í sal Reykjavík International School og Hamraskóla í morgun.
Foreldrum var boðið að mæta, enda einstakur viðburður hjá ótrúlega flottu bandi.
Strákarnir koma frá Chapel Hill í Norður Carolinu í Bandaríkjunum þar sem þeir stunda nám við skólann.
Þessi sönghópur á rætur að rekja til 1977 þegar Barry Saunders og Tom Terrell stofnuðu fyrsta hópinn.
Sönghópurinn hefur gefið út 19 hljómplötur / geisladiska.
Þeir hafa farið víða til þess að syngja og kynna fyrir öðrum svona söng og fengið góðar viðtökur.
Hérna eru nokkrar myndir af strákunum að taka lagið í morgun, einnig má sjá fleiri myndir hérna og video hérna…..