Danska liðið AGF, þar sem Aron Jóhannsson Fjölnismaður gerði garðinn frægan, hefur boðið fjórum ungum landsliðsmönnum úr Fjölni að koma til æfinga í byrjun nóvember. Leikmennirnir sem um ræðir eru Jökull Blængsson markmaður í U17 og þeir Djordjie Panic, Ísak Atli Kristjánsson og Torfi Timóteus Gunnarsson sem nýlega voru valdir í U15 landsliðið.
Leikmennirnir munu fara til AGF í byrjun nóvember og dvelja þar í eina viku ásamt Elmari Hjaltalín yfirþjálfara yngri flokka Fjölnis.