Gunnar Steinn Jónsson, sem lék upp alla yngri flokka Fjölnis í handboltanum, átti stórleik með Nantes í franska handboltanum í kvöld. Nantes gerði sér lítið fyrir og sigraði hið stjörnuprýdda lið PSG, 30-26. Gunnar Steinn tók mikið þátt í leik Nanets og skoraði 7 mörg og úr jafnmörgum skottilraunum. Þess má geta að Gunnar Steinn var í dag valinn í 28 manna landsliðshóp fyrir Evrópumótið sem verður í Danmörku í janúar.
Eins og áður sagði lék Gunnar Steinn upp alla yngri flokka Fjölnis áður en hann gekk í raðir HK. Gunnar Steinn gekk í Húsaskóla og stundaði síðar nám við Menntaskólann við Sund og HR.
Hann lék í nokkur ár með sænska liðinu Drott en gekk síðan í raðir Nantes fyrir síðasta keppnistímabil.