Arndís Ýr Hafþórsdóttir, hlaupakona úr Fjölni, sýndi styrk sinn þegar hún sigraði með yfirburðum í 10km hlaupi í Nike Marathontest 1 í Kaupmannahöfn. Arndís hefur hlaupið mjög vel síðustu mánuði og er greinilega komin í sitt allra besta form. Arndís átti best 36:55 en gerði sér lítið fyrir og hljóp á 1 mín og 51 sek á undan næstu konu í mark, Anne-Mette Aagaard. Anne-Mette hefur verið einn fremsti maraþonhlaupari Dana um árabil en átti ekkert í Arndísi sem hljóp mjög vel útfært hlaup (18:07 eftir 5 km). Aðstæður allar í hlaupinu voru góðar en enginn snjór var á hlaupaleiðinni.
Tími Arndísar er sá 3. besti frá upphafi en aðeins Martha Ernstsdóttir (33:32) og Gerður Rún Guðlaugsdóttir (35:52) hafa hlaupið hraðar. Þess má geta að Arndís Ýr stundar nám í Kaupmannahöfn og er búin að búa þar í eitt og hálft ár.