Meistaraflokkur Fjölnis tryggði sér í kvöld farseðilinn í undanúrslit Reykjavíkurmótsins.
Liðið mætti Fylki í hörkuleik í kvöld, þar sem ekkert var gefið eftir, ekki frekar enn fyrri daginn.
Aron Sigurðarson kom Fjölni yfir í leiknum með góðri vítaspyrnu, eftir að Kristján Hauksson hafði brotið á Gunnar Már Guðmundsson inní teig. Hnitmiðuð spyrna niðrí í vinstra hornið.
Lið Fjölnis spilaði mun betri leik en þeir gerðu gegn Fram í síðasta leik, allt annað var að sjá sóknarleik liðsins, en líkt og gegn Fram, var varnarleikurinn mjög góður. Það dró þó af mönnum þegar leið á leikinn og lá mark Fylkis í loftinu lengi vel, en Steinar Örn sem stóð á milli stanganna í kvöld varði oft á tíðum glæsilega og hélt Fjölni á floti. Fylkir jafnaði leikinn þegar rúmar 10 mínútur voru eftir af leiktímanum. En Fjölnismenn spýttu þá all verulega í lófana og uppskáru frábært mark eftir gott uppspil sem endaði hjá Viðari Ara sem lagði boltann út á Birni Ingason sem tryggði stigin þrjú og sæti í undanúrlsitum keppninnar.
Nú er eina vitið fyrir fólk að gera sér ferð í Egilshöllina næsta Fimmtudag þegar liðið mætir KR í lokaleik riðilsins og úrslitaleik uppá sigur í riðlinum, en bæði lið hafa nú þegar tryggt sér sæti í undanúrlslitum.