Fjölnir unnu öruggan sigur á ÍH í 1.deild karla í kvöld á heimavelli, 33-16. Staðan í hálfleik var 16-8, fyrir Fjölni og sigurinn var aldrei í hættu líkt og tölur sýna.
Með sigri Fjönis komust þeir upp við hlið Selfoss í 3.sæti deildarinnar með 27 stig og eru allar líkur á því að þessi lið munu mætast í umspili um sæti í Olís-deild en Selfoss eiga heimaleikjaréttinn eins og staðan er nú þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni.
Sindri Freyr Gunnarsson var markahæstur í liði Fjölnis í kvöld með 12 mörk og Björgvin Páll Rúnarsson gerði átta mörk í leiknum. Í liði ÍH var Guðni Guðmundsson markahæstur með fimm mörk.
Fjölnir 33-16 ÍH (16-8)
Mörk Fjölnir: Brynjar Loftsson 12, Björgvin Páll Rúnarsson 8, Kristján Örn Kristjánsson 4, Breki Dagsson 3, Bjarki Lárusson 3, Unnar Arnarsson 2, Sveinn Þorgeirsson 1.
Mörk ÍH: Guðni Guðmundsson 5, Jón Ásbjörnsson 4, Þórir Bjarni Traustarson 2, Ólafur Fannar Heimisson 2, Aðalstein Gíslason 1, Snorri Rafn Thedórsson 1.