Fjölnir tryggði sér í kvöld efsta sætið í A-riðli Reykjavíkurmótsins með 2-1 sigri á KR.
Fínn hraði var á leiknum og voru það KR-ingar sem skoruðu fyrsta markið. Það gerði Gunnar Þór Gunnarsson á 17. mínútu þegar hann skallaði boltann í netið.
Fjölnismenn jöfnuðu metin rúmum 20 mínútum síðar þegar Aron Sigurðarson kom með þrumufleyg utan teigs sem söng í samskeytunum.
Sigurmark leiksins kom síðan skömmu eftir leikhlé. Birnir Snær Ingason gerði markið, en hann er 18 ára gamall.
Bæði lið fara í undanúrslit mótsins ásamt Leikni, en á morgun kemur í ljós hvert fjórða liðið verður