Handknattleiksdeild Fjölnis hefur ákveðið að tefla fram meistaraflokki kvenna á næstu leiktíð og mun spila í utandeildinni. Það eru rétt um 4 ár síðan Fjölnir var síðast með meistaraflokk kvenna, en eftir að hann lagðist niður sameinaðist meistaraflokkurinn við Aftureldingu. Sá samruni lagðist svo af og tefldi Afturelding fram sínum eigin flokk eftir það eins og flestum er kunnugt. Þetta kemur fram á handknattleiksvefnum fimmeinn.
Andrés Gunnlaugsson sem þjálfað hefur yngri flokka félagsins mun verða þjálfari meistaraflokksins, enda er hann byggður á 3. flokks stelpum sem urðu Íslandsmeistarar í vor í 4 flokki undir hans stjórn.