Það var flott stemning í íþróttahúsi Selfoss þegar Sefoss og Fjölnir áttust við í öðrum leik liðanna í umspilinu um Olís sæti, en tæplega 100 manns komu frá Grafarvoginum. Heimamenn mættu gríðarlega einbeittir og var allt annað að sjá til þeirra í kvöld en í Grafarvoginum í fyrri leik liðanna.
Bæði lið spiluðu sterka vörn og ekki mikið skorað í upphafi, staðan 2-2 eftir 5 mínútur. Sebastian Alexandersson var kominn í mark heimamanna eftir smá hvíld og það munaði um það í upphafi.
Heimamenn skoruðu næstu 3 mörk og komust í 5-2. Svakalega sterk framliggjandi vörn heimamanna að valda Fjölni miklum erfiðleikum.
Selfoss náði að halda gestunum áfram frá sér og eftir korters leik var munurinn 4 mörk, 7-3. Sóknarleikur Fjölnis áfram í vandræðum og þeir aðeins búnir að skora 4 mörk á 20 mínútum, þeir þurftu þó ekki að örvænda alveg strax því munurinn var einungis 3 mörk og allt opið ennþá þó svo heimamenn væru bíunir að vera skrefinu á undan allan leikinn.
En hlutirnir vesnuðu fyrir Fjölnismenn sem lentu 5 mörkum undir, 10-5 á 25 mínútu, þeim virtist fyrirn-munað að skora. Bjarki Lárusson kom inn vinstra hornið fyrir Brynjar Loftsson og átti flotta innkomu og náði að setja 2 mörk rétt fyrir leikhlé.
Staðan 12-8 fyrir heimamenn í hálfleik sem var að fullu verðskuldað, frábær varnarleikur og Einar sem kom í markið um miðjan fyrri hálfleik fyrir Basta búinn að verja vel. En Basti kom þó aftur í mark heimamanna í upphafi seinni hálfleiks.
Basti byrjaði á að verja eins og berserkur og kom í veg fyrir að Fjölnir hreinlega jafnaði ekki en þeir minnkuðu í 3 mörk 13-10 þegar tæpar 40 mínútur voru liðnar. Fjölnis menn voru ekki hættir og þegar seinni hálfleikur var að verðpa hálfnaður var staðan 15-13 og ljóst að allt gat gerst ennþá.
Fjölnir minnkaði svo muninn í 1 mark á 46 mínútu og munurinn ekki búinn að vera svona lítill lengi. En Selfyssingar með Sebastian í markinu virtust bara getað gefið í þegar gestirnir nálguðust og þeir náðu up 3-4 marka forystu aftur. Staðan eftir 25 mínútna leik 21-18 og eins og Selfoss liðið var að spila þá áttu Fjölnismenn erfiðar 5 mínútur eftir.
Selfyssingar létu þetta aldrei verða spennanndi og sigruðu virkilega sannfærandi fyrir framan fullt hús af stuðningsmönnum þeirra 24-20 og ljóst að 3 leikinn þarf til að útkljá hverjir spila við Víking til úrslita.
Markahæstir Selfoss: Hörður Másson 8, Teitur Örn Einarsson 3, Árni Geir Hilmarsson 3.
Markahæstir Fjölnis: Bjarki Lárusson 4, Sveinn Þorgeirsson 3 og Kristján Örn Kristjánsson 3.