Í gærkvöld fór fram leikur Fjölnis og Þróttar í 1.deild karla í handknattleik í Dalhúsum, Grafarvogi.
Fjölnir byrjaði leikinn örlítið betur, en jafnt var á með liðunum fyrstu 18 mínútur leiksins upp í 5-4. Þá skoraði Fjölnir 6 mörk á móti einu o og breytti stöðunni í 11-5.
Staðan í hálfleik var 14-8 fyrir Fjölni. Aftur var jafnræði með liðunum í markaskorun framan af síðari hálfleik, en í stöðunni 23-16 skipti Fjölnir um gír og skoraði 9 mörk í röð. Fjölnir kláraði svo leikinn með öruggum sigri 35-19.
Markaskorarar hjá Fjölni: Kristján Örn Kristjánsson 8, Bergur Snorrason 5, Brynjar Loftsson, Björgvin Páll Rúnarsson og Bjarki Lárusson með 4 mörk hver, Breki Dagsson og Hlynur Már Guðmundsson með 3 mörk hvor, Bjarni Ólafsson með 2 mörk, og Sveinn Þorgeirsson og Unnar Arnarsson með 1 mark hvor.
Ingvar Kristinn Guðmundsson varði 14 skot og Bjarki Snær Jónsson varði 5 skot.
Markaskorarar hjá Þrótti: Viktor Jóhannsson með 4, Kristmann Dagsson 3, Leifur Óskarsson, Eyþór Snæland Jónsson, Hákon Gröndal og Hallur Sigurðarson með 2 mörk hver, og Ólafur Guðni Eiríksson, Sigurbjörn Edvardsson, Logi Ágústsson og Sigurður Magnússon með 1 mark hver.
Bjarki Garðarsson varði 11 skot, þar af 4 til baka og Hjörvar Gunnarsson varði 6 skot.