Fjölnir náði í gríðarlega mikilvæg stig í kvöld þegar Selfoss kom í heimsókn í Grafarvoginn. Fjölnismenn mættu einfaldlega miklu grimmari frá fyrstu mínútu og komust fljótlega í 2-o. Þá forystu náðu gestirnir einfaldlega aldrei að jafna. Staðan eftir 15 mínútur 9-4.
Fjölnir jók forystuna jafnt og þétt og þrátt fyrir að Selfyssingar breyttu um vörn breytti það litlu . Sebastian byrjaði í marki gestanna en fór útaf um miðjann fyrri hálfleikinn en kom aftur í síðari hálfleik.
Staðan 15-9 í hálfleik.
Fjölnir slakaði aldrei á klónni og hélt sínum leik áfram voru stöðugir í vörn og markvörslu. Kristján Örn Kristjánsson skytta Fjölnis var atkvæðamikill í fyrri hálfleik og tóku gestirnir á það ráð að taka hann úr umferð þegar líða fór á seinni hálfleikinn. Staðan eftir rúmar 20 mínútur 23-15.
Vörn heimamanna ásamt markvörslu Ingvars gerði það að verkum að Selfyssingar náðu ekki að laga stöðuna neitt eftir þetta og úrslit leiksins 7 marka sigur Fjölnis 25-18 og liðin því jöfn að stigum í 4 sætinu og með jafna markatölu út úr þrem leikjum vetrarins samtals, 70-70.
Mörk Fjölnir: Kristján Örn Kristjánsson 6, Arnar Ingi Guðmundsson 6, Sveinn Þorgeirsson 3, Sigurður Guðjónsson 3, Bjarki Lárusson 2, Bergur Snorrason, Brynjar Loftsson, Bjarni Ólafsson, Björgvin Páll Rúnarsson og Unnar Arnarsson allir með 1 mark. Markvarsla: Ingvar Kristinn Guðmundsson varði 17 skot. (49% markvarsla.)
Mörk Selfoss: Hörður Másson 4,Sverrir Pálsson 4, Daníel Arnar Róbertsson 3, Hergeir Grímsson, Elvar Örn Jónsson, Egedius Mikalonis, Andri Már Sveinsson, Matthías Örn Halldórsson og Jóhann Erlingsson allir með 1 mark.
Markvarsla: Sebastían Alexandersson varði 13 skot og Helgi Hlynsson varði 5 skot.