Það verða Fjölnir og Selfoss sem leika um laust sæti í Olísdeildinni í handknattleik á næsta tímabili. Þetta varð ljóst eftir að Fjölnir sigraði HK, 20-22, í síðari leik liðanna um helgina í Kópavogi. Þetta var jafn og spennandi leikur en í hálfleik var staðan jöfn, 8-8. Jafnræði hélst á með liðunum í síðari hálfleik en það fór svo að lokum að Grafarvogsliðið tryggði sér tveggja marka sigur.
Selfyssingar höfðu betur í einvíginu við Þrótt. Fyrsta viðureign Fjölnis og Selfoss í umspilinu um laust sæti í Olísdeildinni verður næstkomandi sunnudag í Dalhúsum klukkan 19.30 og önnur viðureigninni á Selfossi á þriðjudag í næstu viku klukkan 19.30. Það lið sem vinnur fyrr þrjá leiki tryggir sér sæti í efstu deild.