Frjálsíþróttasamband Íslands hefur tilkynnt hverjir hafa verið valdir í úrvalshóp FRÍ á aldrinum 15-19 ára. Átta iðkendur frá Fjölni á þessu aldursbili voru valin í hópinn. Eru það eftirfarandi:
Daði Arnarson 18 ára fyrir góðan árangur í 400m, 800m, 1500m, og 3000 m hlaupum.
Styrmir Dan Hansen Steinunnarson 18 ára fyrir góðan árangur í hástökki.
Bjarni Anton Theódórsson 19 ára fyrir góðan árangur í 200m og 400 m hlaupum.
Einar Már Óskarsson 19 ára fyrir góðan árangur í 200m hlaupi.
Signý Hjartardóttir 15 ára fyrir góðan árangur í kúluvarpi.
Karen Birta Jónsdóttir 16 ára fyrir góðan árangur í kúluvarpi og spjótkasti.
Helga Þóra Sigurjónsdóttir 17 ára fyrir góðan árangur í hástökki.
Vilhelmína Þór Óskarsdóttir 19 ára fyrir góðan árangur í 200 metra og 400 metra hlaupum.
Öll þessi ungmenni voru einnig í úrvalshópnum í fyrra nema Signý sem kemur ný inní hópinn. Styrmir tilkynnti félagaskipti um áramótin og er komin til Fjölnis en áður keppti hann fyrir Þór í Þorlákshöfn. Ef fleiri ná lágmörkum inn í úrvalshópinn á innanhússkeppnistímabilinu verður þeim bætt í hópinn í mars.
Nánari upplýsingar um hópinn má finna á heimasíðu FRÍ: http://fri.is/sida/urvalshopur