Fjölnir lék sinn 11. leik í A riðli 1. deildar kvenna í knattspyrnu í gærkvöld gegn Haukum á Ásvöllum en spilað var á gervigrasinu.
Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, bæði lið áttu nokkur færi en það var Hrefna sem skoraði eina markið fyrir leikhlé þegar hún afgreiddi boltann örugglega framhjá markverði Hauka eftir góða sendingu frá Esther.
Haukar sóttu nokkuð í upphafi seinni hálfleiks og áttu þrjú góð færi en markvörður og varnarmenn Fjölnis sáu við þeim. Á 84. mí…nútu skoraði Erla Dögg stórglæsilegt mark með þrumuskoti utan teigs sem söng í vinklinum. Haukar minnkuðu muninn í uppbótartíma og þar við sat, 2-1 sigur Fjölnis staðreynd.
„Þetta var jafn leikur allan tímann, við vorum alltof langt frá þeim í pressunni og okkur gekk illa að halda boltanum í liðinu. Ég er mjög ánægður að ná þremur stigum gegn fínu Haukaliði og á þessu slæma gervigrasi sem er mjög hættulegt sérstaklega svona þurrt eins og í dag.“ –Sagði Siggi þjálfari að leik loknum.
Liðið: Helena, Elvý, Íris, Eyrún, Kristjana (Regína 90.mín), Ásta (Aníta 90.mín), Theresa (Helga 46.mín), Tinna (Erla Dögg 40.mín), Esther, Hrefna (Kamilla 46.mín), Stella. Jódís og Oddný voru á bekknum en komu ekki inn á.
—
Okkar konur sitja í efsta sæti riðilsins með 30 stig eftir tíu sigurleiki og eitt tap og hafa fimm stiga forskot á HK/Víking í öðru sætinu en Grindavík er svo næst með 22 stig og á leik til góða. Nú tekur við hrina erfiðra útileikja hjá Fjölnisliðinu sem mætir Tindastóli á Sauðárkróki, Víkingi á Ólafsvík og loks BÍ/Bolungarvík á Ísafirði áður en Kefalvík kemur í heimsókn á Fjölnisvöll 23. ágúst. Lokaleikur liðsins í riðlinum er svo gegn Hömrunum á Akureyri í lok mánaðar og vonandi tekur þá við úrslitakeppni um úrvalsdeildarsæti í september!!