Selfoss og Fjölnir spiluðu í Grafavogi þar sem Selfyssingarnir byrjuðu leikinn betur en heimamenn í Fjölni tóku við sér og fóru í hálfleik með þriggja marka forskot, 16-13. Í síðari hálfleik var mikil spenna framan af en Fjölnismenn voru þó ögn sterkari. Á endanum sigraði Fjölnir leikinn, 28-25.
Næstu leikir fara fram á mánudagskvöldið en það lið sem vinnur fyrr til tvo leiki mun spila til úrslita um að komast í Olís-deild karla.
Úrslit og markaskorun:
Fjölnir 28-25 Selfoss (16-13)
Mörk Fjölnir: Kristján Örn Kristjánsson 9, Breki Dagsson 4, Brynjar Loftsson 4, Sveinn Þorgeirsson 3, Sigurður Guðjónsson 3, Bergur Snorrasson 2, Björgvin Páll Rúnarsson 1, Arnar Ingi Guðmundsson 1, Unnar Arnarsson 1.
Varin skot: Ingbar Kristinn Guðmundsson 19 skot varin
Mörk Selfoss: Hergeir Grímsson 7, Sverrir Pálsson 6, Teitur Örn Einarsson 4, Guðjón Ágústsson 3, Árni Guðmundsson 2, Andri Már Sveinsson 2, Alexander Már Egan 1.
Varin skot: 10 skot