Fjölnismenn komu sér í úrslit 1. deildar karla í körfuknattleik er þeir lögðu ÍA að velli í undanúrslitunum, 77:72, en leikið var á Akranesi.
Grafarvogspiltar unnu þar með einvígið 3:1 og mæta þar annað hvort Valsmönnum eða Skallagrími. Þar er staðan hnífjöfn eftir leik kvöldsins.
Borgnesingar jöfnuðu einvígið í kvöld með sigri á heimavelli í Borgarnesi, 78:71, staðan 2:2 og því úrslitaleikur framundan að Hlíðarenda.
Akranes – Vesturgata, 1. deild karla, 07. apríl 2016.
Gangur leiksins:: 5:2, 8:12, 8:15, 11:18, 19:26, 28:33, 31:38, 38:38, 38:45, 44:45, 48:53, 51:59, 58:62, 60:66, 64:72,72:77.
ÍA: Sean Wesley Tate 28/6 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 11/11 fráköst, Fannar Freyr Helgason 9/6 fráköst, Áskell Jónsson 7, Erlendur Þór Ottesen 7/7 fráköst, Ómar Örn Helgason 6, Magnús Bjarki Guðmundsson 4/4 fráköst.
Fráköst: 22 í vörn, 14 í sókn.
Fjölnir: Róbert Sigurðsson 21/7 fráköst/6 stoðsendingar, Bergþór Ægir Ríkharðsson 14, Árni Elmar Hrafnsson 12, Collin Anthony Pryor 11/15 fráköst/6 stoðsendingar, Garðar Sveinbjörnsson 7, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 5, Sindri Már Kárason 4/4 fráköst, Egill Egilsson 3.
Fráköst: 25 í vörn, 10 í sókn.
Nú fjölmennum við á úrslitaleikina.