Í kvöld (miðvikudag) spilar meistaraflokkur karla sinn fyrsta leik í Borgunarbikarnum í ár í Egilshöllinni kl. 19.15.
Ástæða þess að við spilum í Egilshöllinni eru aðgerðir á Fjölnisvelli og þurfti hann að fá hvíld í 2 vikur svo hann verði í topp standi það sem eftir lifir sumars.
Úrvalsdeildar liðin koma inní 32 liða úrslit og drógumst við gegn sameinuði liði Dalvíkur og Reynis frá Árskógsströnd. Dalvík/Reynir spilar í 2. deildinni og hafa þeir farið ágætlega af stað í sumar og eru þeir í 5. sæti 2. deildar með 4 stig eftir þrjá leiki.
Við vekjum athygli á því að Fjölniskortið virkar ekki á leiki í Borgunarbikarnum. Aðgangseyrir er 1.500 kr. fyrir fullorðna og frítt fyrir 17 ára og yngri.
Sjáumst í höll Egils í kvöld, ÁFRAM FJÖLNIR