Fjölnir – Íþróttafólk ársins 2019.


Íþróttakona Fjölnis 2019

Eygló Ósk Gústafsdóttir (sunddeild) hefur verið afrekskona í sundi frá 13 ára aldri og hefur meðal annars keppt á tveimur Ólympíuleikum og verið valin Íþróttakona ársins árið 2015. Hún hefur náð stórkostlegum árangri í baksundum á heimsvísu, hún stefnir á að verða aftur í topp 8 í Evrópu og ná lágmörkum fyrir Ólympíuleikana í Japan á næsta ári. Nýlega var Eygló Ósk valin Sundkona Íslands árið 2019.


Íþróttakarl Fjölnis 2019

Úlfar Jón Andrésson (íshokkídeild) er leikmaður meistaraflokks karla. Hann skilar alltaf gríðarlega góðum árangri í leikjum og hefur átt stóran þátt í því að koma íshokkíliði meistaraflokks karla efst í sinni deild á þessum vetri. Hann hefur í mörg ár verið valinn í landslið karla í íshokkí þar sem hann hefur ávallt átt stórt hlutverk í árangri liðsins. Úlfar hefur ekki látið sitt eftir liggja við að miðla af reynslu sinni til yngri kynslóðarinnar. Hann hefur í gegnum tíðina þjálfað yngri leikmenn og unnið á leikjum þeirra í sjálfboðavinu. Úlfar Jón er góð fyrirmynd allra íþróttamanna og okkar hinna í daglegu lífi. Liðsfélagi Úlfars tók á móti verðlaununum í fjarveru hans.


Íþróttakona Fimleikadeildar. Kristín Sara Stefánsdóttir er uppalinn í Fjölni. Frábær fyrirmynd fyrir yngri krakka í deildinni. Hún er fyrirliði meistaraflokks sem keppir nuna á haustmótinu næstu helgi. Hún er frumkvöðull og aðal vítamínspauan í meistaraflokknum. Við erum ung deild og höfum aðeins tvisvar sinnum áður náð að senda okkar eigin lið til keppni í meistaraflokk. Framtíðin er björt og því mikilvægt að stelpur eins og Kristín Sara halda áfram að bæta sig. Hún mætir á allar æfingar og tekur fátt framyfir æfingar. Hún hugsar vel um sig hvað varðar næringu og svefn og er algjör fyrirmynd þar eins og annarsstaðar. t Kristín sara var ein af mikilvægustu stelpunum á EM 2018 þar sem hún og liðið hennar hlaut 3.sæti. Frábær í hópnum og stóð sig frábærlega á mótinu þar sem hún spilaði stórt hlutverk. Hún starfar einnig hjá deildinni. Hún er á sínu fyrsta ári sem aðal dansþjálfari hjá 4.fl sem náði frábærum árangri i dansi á síðasta móti. Þannig hún er ekki bara góð í fimleikum heldur líka mjög góður þjálfari sem er mikilvægt fyrir fimleikadeildina.

Íþróttakarl Fjölnis 2019

Íþróttakarl Fimleikadeildar. Sigurður Ari Stefánsson er samviskusamur og metnaðafullur íþróttamaður. Þátt fyrir ungan aldur, fæddur 2004, er hann elsti iðkandi í áhaldafimleikum karla í Fjölni. Betri fyrirmynd fyrir áhugasama drengi er erfitt að finna. Fimleikasalurinn er hans annað heimili, enda er hann ekki bara afreks fimleikamaður heldur líka flottur upprennandi þjálfari. Nú í haust keppti Sigurður með nýtt flug á svifrá og er því fyrsti og eini íslendingurinn sem hefur keppt með þetta móment. Helstu afrek á árinu 2019, Íslandsmeistari í 1.þrepi karla, valinn í úrvalshóp drengja U-18, 1.sæti í 1.þrepi karla á haustmóti í áhaldafimleikum.

Íþróttakona frjálsíþróttadeildar Vilhelmína Þór Óskarsdóttir. Vilhelmína er 21 árs gömul frjálsíþróttakona sem hefur æft frjálsar íþróttir frá unga aldri og hefur síðustu ár einbeitt sér að keppni í hlaupum. Hefur hún náð mjög góðum árangri í 60, 100, 200 og 400m hlaupum. Á árinu 2019 hljóp hún 400m á 57,29sek sem gefur 965 IAAF stig sem er frábær árangur. Þessi árangur setur hana í 4. sæti á listanum yfir bestu tíma í 400m hlaupi innanhúss árið 2019. Vilhelmína eða Minna eins og hún er alltaf kölluð er í landsliði Íslands í hópi 4x400m boðhlaupskvenna. Hún var líka kjörin íþróttakona deildarinnar í fyrra.

Íþróttakarl frjálsíþróttadeildar Daði Arnarson. Daði er tvítugur og hefur æft frjálsar íþróttir frá unga aldri. Hann hefur aðallega einbeitt sér að 800m hlaupi undanfarin ár en líka náð góðum árangri í 600m og 1500m hlaupum. Á þessu ári hljóp hann 600m á tímanum 1:22,18 sem gefur 929 IAAF stig sem er frábær árangur. Þessi árangur setur hann í annað sæti á listann yfir bestu afrek í 600m hlaupi innanhúss á þessu ári. Þess má geta að Daði tekur þátt í þjálfun yngri iðkenda deildarinnar og nýtur mikilla vinsælda hjá þeim og er góð fyrirmynd.

Íþróttakona Handknattleiksdeildar. Karen Birna Aradóttir, Karen Birna er upphalin Fjölnismaður sem hefur spilað í meistaraflokki kvenna í nokkur ár. Hún er lykilmaður í ungum en frábærum meistaraflokki kvenna Fjölnis. Hún hefur átt gott ár með liðinu sem leikmaður og liðsmaður og við búumst við miklu af Kereni og erum stolt af henni og hennar afrekum úti á vellinum.

Íþróttakarl Handknattleiksdeildar. Breki Dagsson. Breki hefur verið lykilmaður meistraflokks karla og var í lykilhlutverki þegar meistaraflokkurinn tryggði sér sæti í Olísdeildinni vorið 2019. Hann hefur fylgt því eftir með oft á tíðum frábærum leikjum í fyrri umferð Olísdeildarinnar og er á meðal markahæstu manna Olísdeildarinnar fyrir áramótin. Breki er uppalinn Fjölnismaður eins og svo margir strákar í meistraflokki karla sem við erum stolt af.

Íþróttakona Íshokkídeildar. Unnur María Helgadóttir. Unnur María var sérstaklega tilnefnd af liðsfélögum sínum fyrir þá færni að skapa góða liðsheild, mæta vel á æfingar og gera ávallt sitt besta. Hún er góður leikmaður og mikilvægur hluti liðsins. Hún tekur ávallt vel á móti nýliðum og lætur þá finnast þeir vera hluti af liðinu. Hún er góð og mikilvæg fyrirmynd þeirra sem íþróttina stunda og sýnir jákvæðni í hvívetna.

Íþróttakarl Íshokkídeildar. Úlfar Jón Andrésson – leikmaður meistaraflokks karla: Úlfar Andrésson er mjög efnilegur íþróttamaður sem hefur verið félagi sínu til mikils sóma. Hann er með mjög góða mætingu á æfingar þar sem hann miðlar þekkingu og hæfileika í íþróttinni jafn með ungum sem eldri. Hann skilar alltaf gríðarlega góðum árangri í leikjum og hefur átt mikinn þátt í því að koma íshokkíliði meistaraflokks karla efst í sinni deild á þessum vetri. Hann hefur í mörg ár verið valinn í landslið karla í íshokkí þar sem hann hefur ávallt átt stórt hlutverk í árangri liðsins. Það var engin undantekning á því síðastliðinn vetur þar sem hann keppti fyrir hönd Íslands í landsliði karla í íshokkí í Mexico. Úlfar Andrésson hefur verið ómissandi einstaklingur í félaginu. Hann er mikið prúðmenni og ávallt glaður. Það skín af honum góðvildin og viljinn til að ná sem bestum árangri fyrir lið sitt. Hann er umtalaður af andstæðingum sínum í íþróttinni hversu góða framkomu hann hafi við alla, ekki bara eigin liðsfélaga heldur andstæðingana líka. Hann notar eingöngu eigin hæfileika í íþróttinni til að eiga sæti með þeim allra bestu sem spilað hafa íshokkí á Íslandi. Það hefur heyrst að það borgi sig ekki að reyta hann til reiði því hann sýni hana ekki á neinn annan hátt en að skora mark á andstæðinginn strax á eftir. Úlfar hefur ekki látið sitt eftir liggja við að miðla af reynslu sinni til yngri kynslóðarinnar. Hann hefur í gegnum tíðina þjálfað yngri leikmenn og unnið á leikjum þeirra í sjálfboðavinu. Hann er altaf til taks þegar þjálfari hans eða félag þarf á honum að halda. Úlfar Jón er góð fyrirmynd allra íþróttamanna og okkar hinna í daglegu lífi.

Karatekona ársins. Eydís Magnea Friðriksdóttir. Eydís hefur, þrátt fyrir ungan aldur sýnt mikið keppnisvilja. Árið í ár var henni gott, og hún sýndi sig fremsta meðal jafningja þegar hún varð íslandsmeistari í sínum flokki í kata og náði svo skömmu síðar silfurverðlaunum á Íslandsmeistaramóti unglinga í kumite.
Auk þessa, vann Eydís til bronsverðlauna á Norðurlandameistaramótinu í kata. Eydís starfar sem aðstoðarþjálfari hjá karatedeildinni og er meðlimur í Afrekshópi hennar. Hún er jafnframt fastur meðlimur karatelandsliðsins og var valin til að taka þátt fyrir hönd Íslands á fjölda móta erlendis þetta árið. Metnaður og Virðing eru þau gildi Fjölnis sem Eydís hefur lifað í starfi sínu innan deildarinnar. Karatekarl ársins. Gabríel Sigurður Pálmason. Þetta árið var hörð samkeppni innan deildarinnar um titilinn Karatemaður ársins, en Gabríel hafði þó sigur. Á árinu náði hann bronsi á Íslandsmeistaramóti bæði í kata og hópkata. Auk tveggja silfurverðlauna og einna bronsverðlauna á GrandPrix mótum ársins. Hann vann jafnframt til fjölda verðlauna á Kobe Osaka mótinu í Skotlandi nú á seinni hluta ársins. Gabríel er upprennandi afreksíþróttamaður sem sannar að sjálfsagi og einbeiting skilar árangri. Metnaður og Heilbrigði eru þau Fjölnisgildi sem Gabríel hefur staðið fyrir í starfi sínu innan karatedeildarinnar.

Íþróttakona Knattspyrnudeildar Hlín Heiðarsdóttir. Hlín er fædd árið 1999 og er uppalin Fjölniskona , hefur spilað allan sinn feril fyrir Fjölni, á 75 leiki fyrir mfl og í þeim leikjum skorað 10 mörk. Í sumar spilaði Hlín 17 af 18 leikjum liðsins í deildinni og var í lykilhlutverki í liðinu sem tryggði sér áframhaldandi veru í fyrstu deildinni eftir erfitt tímabil. Hlín er fjölhæfur leikmaður sem hefur á sínum ferli leyst stöður í öftustu línu sem og sem fremsti maður.

Íþróttakarl Knattspyrnudeildar. Hans Viktor Guðmundsson. Hans Viktor er fæddur árið 1996 og er uppalinn Fjölnismaður sem hefur spilað allan sinn feril fyrir Fjölnir, á 93 leiki fyrir mfl í deild og bikar og 12 undir 21-árs landsleiki. Tímabilið í ár var gott fyrir Hans sem spilaði algert lykilhlutverk með liði Fjölnis sem vann sér inn sæti í efstu deild að nýju. Hans spilaði 24 leiki í deild og bikar og skoraði í þeim leikjum 6 mörk. Hans er fjölhæfur leikmaður sem getur leyst margar stöður á vellinum vel.

Íþróttakona Körfuknattleiksdeildar Fanney Ragnarsdóttir. Fanney er leikmaður í mfl kvk. Hún er einnig uppalinn Fjölnismaður og skaraði strax fram úr í yngri flokkum Fjölnis. Það var greinilegt að þarna var á ferðinnin efnilegur leikmaður. Fanney er alltaf að bæta sig og er að stiga frá því að vera efnileg yfir í það að vera góð. Það sem af er þessu keppnistímabili, hefur Fanney heldur betur stigið upp og tekið að sér leikstjórnandahlutverk liðsins og er orðin einn af mikilvægustu leikmönnum mfl kvk. Hún er mikill liðsmaður sem sýnir sig best í því að hún er í 2. sæti yfir stoðsendingahæðstu leikmenn 1. deildar.

Íþróttakarl Körfuknattleiksdeildar Róbert Sigurðsson. Róbert er leikmaður í meistaraflokki karla. Róbert er uppalinn Fjölnismaður og hefur alla tíð spilað fyrir Fjölni að undanskildu einu tímabili. Róbert gegnir mikilvægu hlutverki í meistaraflokki karla sem drífandi fyrirliði bæði innan vallar sem utan. Róbert gegnir stöðu leikstjórnanda inni á vellinum og er því gert að stýra leik liðsins í takt við áherslur
þjálfara. Róbert er mikill liðsmaður sem sýnir sig best á því að hann er meðal stoðsendingahæstu leikmanna Dómínósdeildarinnar. Við fögnum því að hafa Róbert í okkar liði. Íþróttakona:

Íþróttakona listhlaupadeildar, (velja bara Íþróttakonu) Júlía Sylvía Gunnarsdóttir . Hún hefur tekið virkan þátt á mótum á árinu. Júlía keppti á Reykjavíkurleikunum (RIG) í janúar þar sem hún lenti í 6. sæti með 64,53 stig. Hún fór á sitt fyrsta Norðurlandamót í febrúar en þar hafnaði hún í 18. sæti með 66,50 stig. Nú í haust hafnaði hún í 3. sæti bæði á Haustmóti ÍSS og Vetrarmóti ÍSS en á því síðara fékk hún 70,13 stig. Júlíar er metnaðargjarn iðkandi, leggur hart að sér og hefur sýnt framúrskarandi ástundun. Hún er yngri iðkendum góð fyrirmynd og deildinni til mikillar sóma.

Íþróttakona Skákdeildar. Hrund Hauksdóttir. Hrund uppalin Fjölnis-og Rimaskóla skákkona sem varð Norðurlandameistari stúlkna í skólaskák og vann NM grunnskólasveita með Rimaskóla. Hrund hefur teflt nánast óslitið frá 7 ára aldri og hægt en stígandi fest sig í hópi bestu skákkvenna Íslands. Hrund hefur tvívegis teflt með íslenska kvannalandsliðinu á Ólympíu- og Evrópumeistaramóti, meðal annars þegar Evrópumeistaramót landsliða var haldið í Laugardalshöll árið 2015. Haustið 2019 hefur verið Hrund hagstætt á skákferlinum og hefur engin íslensk skákkona hækkað eins mikið á skákstigum sem hún. Glæsilegur sigur á U2000 skákmóti Taflfélags Reykjavíkur í opnum flokki nýverið og með frábærum árangri á alþjóðlega skákmótinu í Hasselbacken í Stokkhólmi í byrjun nóvember þar sem Hrund varð í 3. sæti kvenna í opnum flokki og sigrðai örugglega í sínum skákstigaflokki. Hrund er mikil fyrirmynd ungra skákstúlkna hjá okkur í Fjölnis en þar hafa stúlkur alltaf verið áberandi þegar árangur er annars vegar.

Íþróttakarl Skákdeildar. Dagur Ragnarsson. Dagur er FIDE meistari í skák er uppalinn Fjölnis-og Rimaskólaskákmaður sem landað hefur Norðurlandameistaratitlum bæði með skáksveitum Rimaskóla og sem einstaklingur á NM í skólaskák. Veturinn 2019 – 2020 helgaði Dagur tíma sínum mest skáklistinni með góðum árangri. Hann byrjaði skákárið 2019 með sigri á IM flokki á skákmóti í Kanada. Sigurvegarinn vakti athygli Kanadamanna enda ungur og öflugur skákmaður þarna á ferðinni sem með frammistöðu sinni rauf 2400 skákstiga múrinn, árangur sem þarf að ná til að öðlast titil alþjóðlegs skákmeistara. Á Alþjóðlega skákmótinu Reykjavík Open 2019 í Hörpunni náði Dagur bestum árangri allra þeirra Íslendinga sem þátt tóku í mótinu og afrekaaði m.a. það að vinna franska stórmeistarann Matthien Cornette í einstaklega vel-tefldri skák. Það munaði sannarlega um liðsinni Dags þegar A sveit Fjölnis náði sínum besta árangri á Íslandsmóti skákfélaga þegar Fjölnismenn urðu í 3. sæti 1. deildar hársbreidd frá sigri. Hápunktur skákársins hjá Degi var þegar hann sl. haust var valinn í íslenska skáklandsliðið yngstur liðsmanna. Landsliðið tefldi á EM skáklandsliða í Batuni í Georgíu. Auk þess að vera einn af okkar efnilegustu skákmönnum þá er Dagur mikil fyrirmynd yngri og eldri skákmanna bæði hvað varðar árangur og framkomu.

Íþróttakona Sunddeildar Eyglo Ósk Gustafsdóttir. Eygló Ósk hefur verið afrekskona í sundi frá 13 ára aldri og hefur meðal annars keppt á tvemur Olympíuleikum og verið valin Íþróttakona ársins árið 2015. Hún hefur náð stórkostlegum árangri í baksundum á heimsvísu, hún stefnir á að verða aftur í topp 8 í Evrópu og ná lágmörkum fyrir Olympíuleikana í Japan á næsta ári. Nýlega var Eygló Ósk valin Sundkona Íslands árið 2019. Eygló Ósk vann gullverðlaun í 50m, 100m og 200m baksundum á Smáþjóðaleikunum í sumar, Eygló Ósk náði þar lágmarki á Heimsmeistaramótið í 50m laug sem haldið var í Gwangju í Suður-Kóreu í júlí. Þar tók hún þátt í 50m og 100m baksundi. Eygló náði einnig lágmörkum á Norðurlandameistaramótið í Færeyjum og Evrópumeistaramótið í 25m laug sem fram fór í Glasgow nú í desember. Hún ákvað að keppa einungis á EM25, enda voru mótin haldin nánast á sama tíma. Í Glasgow varð Eygló 24. í 100m baksundi, 18. í 200m baksundi og 23. í 50m baksundi. Að auki var hún hluti íslensku boðsundssveitarinnar sem setti landsmet í 4 x 50 metra skriðsundi á EM25.

Íþróttakarl Sunddeilldar Kristinn Þórarinsson. Líkt og Eygló Ósk keppti Kristinn á þrem stórmótum fyrir Íslands hönd á árinu, Smáþjóðaleikunum, Heimsmeistaramóttinu í 50m laug í Gwangju í Suður-Kóreu og Evrópumeistaramótinu í 25m laug í Glasgow. Kristinn byrjaði að synda 3ja ára og sýndi mjög fjótlega að hann gæti náð langt í sundinu, Kristinn er fjölhæfur sundmaður, hann synti t.d baksund, fjórsund og svo skriðsund í boðsundssveitum á Smáþjóðaleikunum. Framfarir Kristins á árinu hafa verið miklar og vonast hann til að bæta sig enn frekar og ná OL lágmörgum fyrir leikana í júlí á næsta ári. Kristinn setti nýtt Íslandsmet í 100 metra fjórsundi í 25m laug á Íslandsmeistaramótinu í nóvember síðastliðnum.

Íþróttakona Tennisdeildar. Eygló Dís Ármannsdóttir: Eygló Dís var valin í afrekshóp TSÍ á árinu og keppti hún á mörgum stórmótum sambandsins á árinu með frábærum árangri. 1.sæti U-14 einliða á Stórmót TSÍ 1. sæti U-14 einliða og tvíliða á Reykjavíkur Meistaramót 2. sæti U-16 einliða á Reykjavíkur Meistaramót 1. sæti U-14 Reykjavíkur Meistaramót Liðakeppni 1. sæti Grunnskólamót Reykjavíkur 2. sæti U16 einliða Íslandsmót Utanhús 2. sæti U-14 einliða Íslandsmót Utanhús

Íþróttakarl Tennisdeildar Teitur Ólafur Marshall. Teitur vann sinn 3. ITF Seniors titill í ár í 40 + kk og er hann á ITF Seniors Tour listanum. Teitur Ólafur er frábær íþróttamaður og mikill keppnismaður

Fjölnismaður ársins 2019.

Hjónin Lilja Björk Ólafs-dótt-ir og Guðmund-ur Magni Þor-steins-son hlauparar í hlaupahóp Fjölnis. Þessi dugnaðar hjón til-heyra hópi fárra í heim-in-um sem klárað hafa sex stærstu marþon í heimi. Þau eru elst ís-lenskra hjóna sem það hafa af-rekað. Hjón-in, sem eru á sjö-tugs-aldri, byrjuðu að hlaupa um fer-tugt og eru hvergi nærri hætt. Í Grafar-vogi ólu þau upp börn sín fjög-ur og þegar þau voru að nálg-ast fer-tugt gafst loks tími fyr-ir áhuga-mál. Um leið og ung-arn-ir voru flogn-ir úr hreiðrinu reimuðu þau á sig hlaupa-skóna og héldu af stað. Þau höfðu þá aldrei stundað hlaup en byrjuðu strax í hlaupa-hópi Grafar-vogs, sem heit-ir nú hlaupa-hóp-ur Fjöln-is. Það var árið 1995 og hafa þau hlaupið meira og minna síðan.
Þau fundu sig vel í hlaup-inu og áður en varði lá leiðin í maraþon. Það átti eft-ir að vinda upp á sig svo um mun-ar. Sex stærstu hlaup heims eru í London, New York, Bost-on, Berlín, Tokýó og Chicago og hafa þau hjón klárað þau öll. „Þessi hlaup eru fjöl­menn­ust og það var ein­hver sem bjó til klúbb fyr­ir fólk sem hef­ur klárað öll þessi hlaup,“ seg-ir hann en klúbbur-inn heit-ir Ab-bott World Mar-at-hon Maj-ors og má finna þar rúm-lega þrjá-tíu Íslend-inga. Aðeins sex þúsund manns í heim-in-um geta státað af að hafa klárað öll þessi stærstu hlaup heims. Lík-lega eru fá hjón á sjö-tugs-aldri í þeim hópi og eru þau Lilja og Guðmund-ur elst ís-lenskra hjóna sem það hafa af-rekað.
Þau hjón eru líka óþreytandi við að hjálpa til á mótum eða annað sem frjálsíþróttadeildin leitar til þeirra eftir aðstoð með.

Hægt að skoða fleiri myndir hérna………


Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.