Hreyfivika UMFÍ „MOVE WEEK“ er árlegt evrópskt lýðheylsuverkefni sem hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum reglulega.
Margt veður í boði hjá okkur í Ungmennafélaginu Fjölnir í Hreyfivikunni.
Allir ættu að geta fundið eitthvað til að taka þátt í með okkur og njóta þess að vera þátttakandi í skemmtilegu og flottu verkefni.
Dagskrá okkar í Hreyfiviku UMFÍ:
- – 27. september. Sundkeppni á milli sveitarfélaga stendur yfir alla vikuna, við Grafarvogsbúar ætlum að taka þátt í kepninni og skrá alla metra sem syntir verða í Grafarvogslaug. Við hvetjum alla hverfisbúa til að skella sér í sund og skrá synta metra niður í afgreiðslunni að loknu sundi. Heildartala á syntum metrum er skilað inn til UMFÍ daglega, UMFÍ heldur utan um metra fjölda allra sveitarfélaganna sem taka þátt. Að vikunni lokinni stendur eitt Sveitarfélag uppi sem sigurvegari. Ath. Bannað er að skrá niður synta metra í skólasundi og á æfingum sundélaga.
- – 27. september. Vinavika í körfubolta. Körfuknattleiksdeild Fjölnis býður öllum iðkendum í minnibolta 3 – 11 ára að taka með sér vini á æfingu í Hreyfivikunni. Flott tækifæri til að fá að kynnast íþróttinni með góðum vinum. Körfuknattleiksdeildin æfir í Dalhúsum, Rimaskóla og Vættaskóla Borgum, sjá æfingatöflur flokka á http://www.fjolnir.is/karfa/aefingatoflur-korfubolti/ til að vita hvar og hvenær æfingar eru.
- september. Hjólahópur Fjölnis býður öllum 16 ára og eldri að taka þátt í hjólaæfingu. Hjólað verður Grafarvogshringinn ca. 12 km. Allir verða að mæta á hjólum, þurfa ekki að vera keppnishjól. Lagt verður af stað frá bílaplaninu norðan meginn við Egilshöllina við gervigrasvellina, klukkan 17:30
- september. Opin æfing með hlaupahóp Fjölnis, við ætlum að taka saman og skrá hvað hver einstaklingur og allur hópurinn hleypur marga kílómetra samtals. Lagt er af stað frá Hamraskóla, klukkan 17:30
- september. Önnur opin æfing með hlaupahópnum, eftir æfinguna verður aftur skráð niður hvað hver hleypur marga kílómetra og samtals allur hópurinn á þessum tveim æfingum. Gaman verður að sjá hver hljóp mest og hvað hópurinn hljóp marga kílómetra saman. Mæting við Harmraskóla, klukkan 17:30
- september. Opnar karateæfingar hjá Karatedeild Fjölnis. Allar æfingar dagsins eru opnar þennan dag, allir velkomnir að mæta og prófa. 7 – 9 ára kl. 17:00 – 18:00, 10 – 12 ára kl. 18:00 – 19:00, 13 – 15 ára kl. 19:15 – 20:15, 16 ára og eldri kl. 20:15 – 21:15. Þetta er gott tækifæri til að kynnast þessari skemmtilegu íþrótt. Æfingarnar eru í æfingasal karatedeildar í Egilshöllinni.
- september. Hjólahópur Fjölnis býður öllum 16 ára og eldri að taka þátt í annari hjólaæfingu. Hjólað verður skemmtilegur hringur um nágreinni Grafarvogs. Allir verða að mæta á hjólum. Lagt verður af stað frá bílaplaninu norðan meginn við Egilshöllina við gervigrasvellina, klukkan 10:30
- Við ætlum að taka þátt, hvað með þig og þína ?
- Kæri Grafarvogsbúi við hlökkum til að sjá þig taka þáttt í þessu flotta sam Evrópska verkefni.
Hér er linkur á síðu Hreyfiviku UMFÍ http://iceland.moveweek.eu/ þar er að finna öll hin fjölmörgu verkefni sem verða í boði um allt land í Hreyfivikunni og ýmsan fróðleik um verkefnið.
Hreyfivikan 2015 verður formlega sett með góðu þjófstarti á morgun föstudag 18.september kl: 11:00 66 sprækir 3.bekkingar úr Langholtsskóla ætla að dansa Hreyfivikudansinn og taka þátt í náttúru bingo.
Ef þú vilt læra dansinn þá er linkur á hann hér https://www.youtube.com/watch?v=z3x_QTtHo70
Íslandi allt,
Kær kveðja starfsfólk skrifstofu Ungmennafélagsins Fjölnis.