Í leikskólanum Klettaborg er eru yngstu börnin að vinna með þulur.
Á báðum yngri deildum leikskólans, Hrafnakletti (börn 2-3ja ára) og Kríukletti (börn eins til tveggja og hálfs árs), hefur undanfarnar vikru verið unnið með fiska í þulum, s.s. Fagur fiskur í sjó og Fiskurinn hefur fögur hljóð.
Á Hrafnakletti eru ýmiss orð tekin út í þulunum, þau útskýrð, rædd og tengd við sambæileg orð. Sérstaklega er tekið út eitt orð í hverri þulu t.d. í þulunni um Fiskinn sem hefur fögur hljóð, var orðið heiði tekið út og útskýrt nánar. Hvað er heiði? Höfum við komið upp á heiði? Hvar finnast heiðar? Eru vötn/ár uppi á heiðum? o.s.frv.
Á Kríukletti unnu börnin ljóð út frá myndum í þulunum:
Stúlka 1 árs og 7 mánaða:
Þarna
Þetta, þetta
Mjamm
Mjamm
Drengur 1 árs og 8 mánaða:
Fiskinn er myndin
Bátur
Fiskinn
Bátur
Namm, fiskinn
Stúlka 2ja ára og 1 mánaða
Sjór
Fiskinn, sjór
Bátinn
Þetta er bátinn
Háfinn
Ýsa
Kartöflur