Fuglaskoðun í Grafarvogi þar sem fylgst er með vaðfuglum hópa sig á leirum vogsins.
Síðasti fræðsluviðburður á sumardagskrá Reykjavík-iðandi af lífi verður þriðjudaginn 9. september í hádeginu kl 12:30. Um er að ræða fuglaskoðun í Grafarvogi þar sem fylgst verður með vaðfuglum hópa sig saman og undirbúa sig fyrir að kveðja land og þjóð og halda á vetrarstöðvar í suðri.
Hist verður við Grafarvogskirkju. Snorri Sigurðsson fuglafræðingur leiðir og eru gestir hvattir til að taka með sér kíki.