Evrópsk samgönguvika hefst þriðjudaginn 16. september en markmið hennar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga.
Boðið verður upp á ýmsa viðburði í borginni til að vekja athygli á vistvænum ferðavenjum í Reykjavík.
Samgönguvika er evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum.
Samgönguvika í Reykjavík hefst formlega kl. 12:00 þegar Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs opnar nýjan hjólastíg við Suðurhlíð.
Ráðstefna um vistvænar samgöngur á vegum Grænu orkunnar verður haldin á Grand Hótel miðvikudaginn 17. september og hefst hún kl. 8:50.
Skoða dagskrá: Vistvænar samgöngur.
Á fimmtudag kl. 18:00 er boðið upp á hjólaferð um borgina undir leiðsögn Árna Davíðssonar og lýkur ferðinni í súpu á Loft hostel.
Á föstudag verður haldin ráðstefnan Hjólum til framtíðar í Iðnó með fjölbreyttri dagskrá.
Skoða dagskrá: Hjólum til framtíðar Í lok ráðstefnunnar afhendir borgarstjóri hjólaskálina sem er viðurkenning fyrir eflingu hjólreiða. Í beinu framhaldi af ráðstefnunni er mótttaka í ráðhúsi Reykjavíkur þar sem borgarstjóri afhendir Samgönguviðurkenningu Reykjavíkurborgar.
Á laugardag hefja Hjólafærni á Íslandi og Landsamtök hjólreiðarmanna á ný vikulegar hjólreiðar um höfuðborgarsvæðið frá Hlemmi. Lagt verður af stað kl. 10 í tveggja tíma ferð.
Mánudaginn 22. september er „Bíllausi dagurinn“ en þá eru borgarbúar hvattir til að skilja bílinn eftir heima, þegar haldið verður til vinnu eða skóla.
Nánari dagskrá: Samgönguvika 2014