Enn einn titill hjá Oliver Aroni

Oliver AronSkáksnillingurinn í Fjölni, Oliver Aron Jóhannesson sem er nemandi í 10. bekk Rimaskóla, varð um helgina unglingameistari Íslands 20 ára og yngri. Mótið fór fram á Akureyri dagana 2. – 3. nóvember og tóku flestir sterkustu unglingar landsins þátt í mótinu. Oliver Aron var þeirra yngstur en samt stigahæstur og líklegastur fyrirfram að vinna þetta Íslandsmót. Þrátt fyrir eitt tap í upphafi mótisins þá gaf hann ekkert eftir það sem eftir var keppninnar og vann allar sínar skákir. Oliver Aron vann Íslandsmót unglinga 20 ára og yngri líka í fyrra þá aðeins 14 ára gamall. Hann er núverandi skákmeistari Rimaskóla, Íslands-og Norðurlandameistari með skólanum og vann fyrr á árinu Landsmótið í skólaskák og Haustmót Hellis. Aðeins einn skákmaður 20 ára og yngri er stigahærri en Oliver Aron en það er sjálfur stórmeistarinn nýbakaði Hjörvar Steinn Grétarsson sem einnig býr í Grafarvogi og tefldi fyrir Rimaskóla. Á eftir þeim á íslenska skákstigalistanum 20 ára og yngri kemur síðan þriðji Rimaskólaskákmaðurinn,  Dagur Ragnarsson nýnemi í MH.

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.