Það verður engin kennsla í grunnskólum landsins í dag en fundi í kjaradeilu félags grunnskóla og sveitarfélaganna var að ljúka. Nýr fundur hefur verið boðaður klukkan 15, að sögn ríkissáttasemjara, Magnúsar Péturssonar.
Að sögn Ólafs Loftssonar, formanns Félags grunnskólakennara, er góður gangur í viðræðunum en ákveðið var að slíta fundi nú á sjötta tímanum enda ljóst að ekki næðist að semja áður en kennsla ætti að hefjast í grunnskólum landsins.