Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur fengið úthlutað byggingarrétti fyrir 52ja íbúða fjölbýlishúsi á lóðum 1 og 3 við Árskóga. Borgarráð samþykkti úthlutunina á fundi sínum í gær.
Úhlutunin er í samræmi við viljayfirlýsingu sem undirrituð var í fyrra. Íbúðir verða eingöngu fyrir félagsmenn Félags eldri borgara og mun félagið hafa eftirlit með endursölu íbúða til að tryggja að allar kvaðir séu virtar. Þá verður þinglýst þeirri kvöð að óheimilt sé að leigja út íbúðir í skammtímaleigu eða til gistiþjónustu.
Í deiliskipulagi er heimilt að gera sérstaka göngutengingu, gangbraut eða undirgöng milli lóðanna Árskóga 1 – 3 og Árskóga 2 – 8.
Heildarverð fyrir byggingarréttinn ásamt gatnagerðargjöldum er 254 milljónir króna og er þar miðað við 6.650 fermetra hús og 3.850 fermetra kjallara og bílageymslu.
Í frétt á vef Reykjavíkurborgar er yfirlitsmynd og vísun í tengda frétt > http://reykjavik.is/frettir/eldri-borgarar-fa-arskoga