Ég vona að það hafi ekki farið framhjá neinum að í kvöld fer fram mikilvægasti handboltaleikur Fjölnis frá upphafi. Þetta er oddaleikur í umspili gegn Selfyssingum og sigurvegararnir í þessari viðureign mæta Víkingum í úrslitum um laust sæti í Olísdeildinni. Liðið hefur fengið frábæran stuðning í síðustu tveimur leikjum og stúkan verið þétt. Nú ætlum við hins vegar að gera heiðarlega tilraun til að sameina Grafarvoginn og troðfylla Dalhúsin okkar.
Við þurfum á þínum stuðningi að halda til að ætlunarverkið náist. Að venju er flott sjoppa á staðnum, Domino’s pizzur til sölu, Domino’s skotið í hálfleik og svo frábær skemmtun í sjálfum handboltaleiknum og sérstaklega þegar húsið er smekkfullt og stuðningurinn í hámarki.
Leikurinn hefst kl. 19:30 og við viljum gjarnan sjá ykkur öll í stúkunni að hvetja snillingana áfram.
Það kostar 1000 krónur fyrir fullorðna og frítt fyrir 16 ára og yngri.
Mætum öll gul og glöð og tökum öll undir:
Við syngjum áfram – áfram Fjölnir!
Fyrir hönd handknattleiksdeildar Fjölnis,
Ingvar Örn Ákason