Það hefur víst ekki farið framhjá neinum að sveitarstjórnarkosningar eru á Íslandi í dag. Svo virðist sem áhuginn fyrir kosningum sé ekki mikill miðið við kjörsókn en um klukkan 16 í dag höfðu rúmlega 16 þúsund Reykvíkingar nýtt sér kosningarétt sinn en á sama tíma fyrir fjórum árum síðan höfðu rösklega 20 þúsund kosið. Dræm kosningaþátttaka er víðast hvar um landið.
Kosningastöðum lokar víðast hvar klukkan 22 í kvöld svo enn getur ræst úr kosningaþátttöku. Fyrstu tölur í sjónvarpi ættu að birtast fljótlega eftir 22 en kosningasjónvarp verður fram eftir nóttu.