Í Grafarvogi starfa 30 dagforeldrar, 27 konur og þrír karlar, með alls tæplega 150 börn í daglegri vistun. Meðal starfsaldur þeirra er um 10 ár og af hópnum starfa 6 tveir saman með dagvistunina.
Mikil áhersla er lögð á starfsþróun dagforeldra og hér eru tvær myndir frá fræðslukvöldi dagforeldra sem haldið var í Miðgarði 3. febrúar 2014. Þá var kynning á þjónustusamningum við dagforeldra, umræður um hvernig dagforeldrar í hverfinu gætu styrkt sitt samstarfsnet á jákvæðan hátt og rætt almennt um ábyrgðarmikið starf dagforeldra. Það er áhrifaríkt að finna þann metnað hjá dagforeldrunum sem þarf fyrir starfi sínu. Í febrúar er einnig í boði námskeið fyrir dagforeldra í eldvörnum, skyndihjálp barna og fræðsla í uppeldi og umönnun ungra barna, þau eru haldinn í Námsflokkum Hafnarfjarðar, Miðstöð símenntunar.