• HEIM
  • HAFÐU SAMBAND
facebook
email
Helgihald kyrruviku og páska í Grafarvogskirkju
Fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 12. mars 2025
Keldnaland – niðurstöður samkeppni
Mjólkurbikar KSÍ 2024
Frábær árangur hjá 4 flokki kvenna í knattspyrnu á Barcelona girls Cup:
  • HEIM
  • FRÉTTIR
  • MYNDIR
    • MYNDIR ÚR HVERFINU
  • HVERFIÐ OKKAR
    • VIÐBURÐIR
    • GALLERÍ KORPÚLFSSTAÐIR
    • ATVNNULÍFIÐ
      • VERSLUNARKJARNAR
        • BREKKUHÚSUM
        • HVERAFOLD
        • KORPUTORG
        • LAUFRIMA 21
        • SPÖNGIN
      • Sorpa
        • HVERFISSKIPULAG REYKJAVÍKUR
        • Hlutverk
        • Pappír er ekki rusl
    • FÉLAGASAMTÖK
      • KORPÚLFAR – FÉLAG ELDRI BORGARA Í GRAFARVOGI
      • SKÁTARNIR
    • GRAFARVOGSKIRKJA
      • Fermingar 2020
      • KIRKJUBYGGINGIN
      • LOGAFOLD SAFNAÐARBLAÐ
    • GÖNGU OG HJÓLALEIÐIR
    • HVERFISRÁÐ
      • HVERFIÐ Í TÖLUM
    • Heilsugæsla í Grafarvogi
    • ÍTR
      • GUFUNESBÆR
    • KORT AF GRAFARVOGI
    • MENNING OG LISTIR
      • KARLAKÓR GRAFARVOGS
      • MENNINGARHÚS SPÖNGINNI
    • SAGA GRAFARVOGS
      • KORPÚLFSSTAÐIR
    • SKÓLARNIR Í GRAFARVOGI
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR
      • FRAMHALDSSKÓLAR
      • FRÍSTUNDAHEIMILI
      • HEIMILI OG SKÓLI – LANDSSAMTÖK FORELDRA
        • FORELDRASÁTTMÁLINN
      • LEIK- OG GRUNNSKÓLAR
      • TÓNLISTARSKÓLINN
      • TÓNSKÓLI HÖRPUNNAR
    • STOLT GRAFARVOGS
    • ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR
      • DAGFORELDRAR
        • DAGFORELDRAR Í HVERFINU
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐ Í SPÖNG
      • ELDRI BORGARAR
      • FERÐAÞJÓNUSTA FATLAÐS FÓLKS
      • FÉLAGSLEG RÁÐGJÖF
      • FÉLAGSLEGAR ÍBÚÐIR
      • FJÁRHAGSAÐSTOÐ
      • SÉRFRÆÐIAÐSTOÐ VIÐ GRUNNSKÓLA
      • SKAMMTÍMAVISTUN ÁLFALAND
  • AÐSENT EFNI
    • DALE CARNEGIE
      • NÆSTA KYNSLÓÐ
    • TAPAÐ – FUNDIÐ
    • JÓLIN Í GRAFARVOGINUM
  • ÍÞRÓTTIR
    • FJÖLNIR
      • Sumarnámskeið 2019
      • Sumarnámskeið 2018
      • Sumarnámskeið 2016
    • GOLFKLÚBBUR REYKJAVÍKUR – KORPA
    • ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVERA
    • GRAFARVOGSLAUG
      • ALMENNAR UPPLÝSINGAR
  • UM OKKUR

Byggja 450 búseturéttaríbúðir í borginni

24 jan 2015
Baldvin
0
Aðsent efni, Grafarvogur., Íbúðir

Á föstudaginn 23.janúar skrifuðu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Gísli Örn Bjarnhéðinsson framkvæmdastjóri Búseta undir viljayfirlýsingu þess efnis að Búseti fái byggingarrétt fyrir 226 íbúðir á nokkrum stöðum í borginni.  Þetta er til viðbótar við þær 225 íbúðir sem Búseti er með í undirbúningi eða smíðum. Alls er því gert ráð fyrir að um 450 búseturéttaríbúðir verði byggðar í Reykjavík af Búseta á næstu 3 – 5 árum.

  • Hugmyndavinna við Keilugranda 1 er að byrja
    Hugmyndavinna við Keilugranda 1 er að byrja
  • 1 stigs frost og vindur þegar skrifað var undir viljayfirlýsingu í Seljahverfi
    1 stigs frost og vindur þegar skrifað var undir viljayfirlýsingu í Seljahverfi
  • Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmdastjóri Búseta og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
    Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmdastjóri Búseta og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
  • Hönnun er að hefjast fyrir Skógarveg 16. Mynd úr deiliskipulagi.
    Hönnun er að hefjast fyrir Skógarveg 16. Mynd úr deiliskipulagi.
  • Sléttuvegur - mynd úr deiliskipulagi
    Sléttuvegur – mynd úr deiliskipulagi
  • Hugmyndavinna við Keilugranda 1 er að byrja
    Hugmyndavinna við Keilugranda 1 er að byrja
  • 1 stigs frost og vindur þegar skrifað var undir viljayfirlýsingu í Seljahverfi
    1 stigs frost og vindur þegar skrifað var undir viljayfirlýsingu í Seljahverfi

Undirskriftin fór fram við Árskóga í Suður-Mjódd, en þar er gert ráð fyrir að Búseti byggi 50 íbúðir.  Auk þeirra er í  viljayfirlýsingunni með fyrirvörum um endanlegt deiliskipulag gert ráð fyrir 60 íbúðum að Keilugranda 1, 20 íbúðum við Skógarveg 16 og síðan allt að 100 íbúðum á smærri þéttingarreitum.

Blöndun innan hverfa og aukið framboð smærri íbúða

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að gert sé ráð fyrir að húsnæði verði hannað í samræmi við markmið húsnæðisstefnu um fjölbreyttar húsagerðir, blöndun íbúðagerða innan hverfa og aukið framboð smærri íbúða, fyrir alla félagshópa. Með úthlutun lóðanna er stuðlað að fjölbreyttara húsnæðisframboði breiðs hóps í samfélaginu og reynt að skapa húsnæðisgrundvöll fyrir fjölda einstaklinga sem annars gætu þurft á aðstoð að halda. Þannig er byggð brú milli leigu- og eignaríbúða.   Reykjavíkurborg stuðli þannig að blöndun eignaforma í samvinnu við félag sem rekið er án hagnaðarsjónarmiða. Vilji er til að stuðla að öryggi í húsnæðismálum og mæta þörfum í samfélaginu fyrir fjölbreytt húsnæðisform.

Úthlutun skilyrt á búseturétt

Reykjavíkurborg áskilur sér rétt til að setja sérstaka úthlutunarskilmála um framangreindar lóðir og verð byggingarréttar fer eftir nánara samkomulagi. Gatnagerðargjöld verða innheimt í samræmi við gildandi gjaldskrá Reykjavíkurborgar hverju sinni. Í leigusamningum um lóðirnar skal vera kvöð þess efnis að á lóðunum skuli byggðar og reknar búseturéttar- eða leiguíbúðir og að eignarhald þeirra skuli ávallt vera óbreytt, nema að fengnu samþykki Reykjavíkurborgar. Jafnframt að ef borgarráð samþykkir framsal byggingarréttar þá áskilur Reykjavíkurborg sér rétt til greiðslu fyrir byggingarrétt á viðkomandi lóð eða lóðum, eftir atvikum viðbótargjalds, með hliðsjón af markaðsverði sambærilegs byggingarréttar á hverjum tíma.

Búseti lýsir yfir vilja til að taka þátt í samstarfi um uppbyggingu Nýrra Reykjavíkurhúsa við Vesturbugt og á öðrum reitum, samkvæmt nánara samkomulagi, hvort sem er við Reykjavíkurborg eða í gegnum opinbera einkaframkvæmd um uppbygginguna.

Búseti er öllum opinn

„Búseti er öllum opinn og er kostur fyrir breiðan hóp fólks í samfélaginu,“ segir Gísli.  „Búseturétturinn er mikilvægur valkostur á íslenskum húsnæðismarkaði og vel þekkt form í nágrannalöndum okkar. Stundum er sagt að búseturétturinn sé þriðja leiðin, mitt á milli leiguforms og eignaforms enda sameinar hún helstu kosti beggja. Endurteknar þjónustu- og ánægjumælingar segja sína sögu en um 93% íbúa hjá Búseta segjast mæla með þessu fyrirkomulagi við vini og vandamenn“.

 

Tengt efni:

Húsnæðisstefna Reykjavíkurborgar

Email, RSS Follow

Share this:

  • Click to print (Opens in new window) Print
  • Click to email a link to a friend (Opens in new window) Email
  • Click to share on Facebook (Opens in new window) Facebook
  • Click to share on LinkedIn (Opens in new window) LinkedIn

Sendu skilaboð Hætta við svar

*
*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Recent

Popular

Comments

Helgihald kyrruviku og páska í Grafarvogskirkju

15 apr 2025
No Responses.

Fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 12. mars 2025

16 mar 2025
No Responses.

Keldnaland - niðurstöður samkeppni

13 maí 2024
No Responses.

Helgihald kyrruviku og páska í Grafarvogskirkju

15 apr 2025
No Responses.

Hverfið okkar

25 jún 2013
No Responses.

Grafarvogskirkja er kirkjan okkar

25 jún 2013
No Responses.
banner
banner

Gagnlegir tenglar

  • HEILSUGÆSLAN
  • MIÐGARÐUR
  • HVERFIÐ MITT
  • MOJE_S_SIEDZTWO
  • MANO_KAIMYNIST_JE
  • MY NEIGHBOURHOOD

Börnin okkar

  • FRAMHALDSSKÓLAR
  • GUFUNESBÆR
  • LEIK OG GRUNNSKÓLAR
  • SKÁTAFÉLAGIÐ HAMAR
  • TÓNLISTARSKÓLINN

GRAFARVOGSBÚAR Á FLICKR

Allur réttur áskilinn © 2024
www.grafarvogsbuar.is