Á fundi borgarráðs í vikunni fluttum við sjálfstæðismenn tillögu um að ráðist verði í endurbætur á Gamla Gufunesveginum á kaflanum frá Stórhöfða að sjúkrahúsinu Vogi og hann settur á snjóruðningslista borgarinnar í því skyni að tryggja öruggt aðgengi að sjúkrahúsinu. Vegurinn er í slæmu ásigkomulagi og hafa m.a. djúpar holur myndast í honum. Jafnframt óskuðum við eftir því að göngu- og hjólreiðatengsl við sjúkrahúsið verði bætt. Malarstígur meðfram Stórhöfða verði malbikaður og tengdur sjúkrahúsinu sem og sá hluti Gamla Gufunesvegarins, sem nýtist nú sem göngu- og hjólreiðastígur, og liggur frá sjúkrahúsinu niður í voginn og tengist þar stígakerfi Foldahverfis.
Vel var tekið í tillöguna og afgreiðslu hennar frestað til næsta fundar ráðsins.
- HEIM
- FRÉTTIR
- MYNDIR
- HVERFIÐ OKKAR
- AÐSENT EFNI
- ÍÞRÓTTIR
- UM OKKUR