Fjölnismenn eru farnir að styrkja leikmannahópinn fyrir komandi keppnistímabil í Pepsídeild karla í knattspyrnu. Bojan Stefán Ljubicic, sem er 24 ára gamall og leikur vanalegast á miðjunni, hefur skrifað undir tveggja ára samning við Grafarvogsliðið. Bojan hefur lengst af sínum ferli lekið með Keflvíkingum þar sem hann hefur skorað fimm mörk í 93 deildar- og bikarleikjum. Bojan lék með Fram seinni part síðasta keppnistímabils.
Bojan, sem æft hefur með Fjölni að undanförnu, kom við sögu í úrslitaleik Fjölnis og FH í Bose-mótinu á dögunum og skoraði m.a. eitt mark í stórsigri Fjölnis.