Ætlunin er að búa til kransa og/eða aðrar skreytingar á leiði barnanna okkar. Við höfum fengið til liðs við okkur Svövu Rafnsdóttur garðyrkjufræðing sem vann í 18 ár hjá Blómaval og rekur nú fyrirtækið Blóm á leiði. Hún verður með ákveðin föndurverkefni fyrir börnin og einnig kransaverkefni á leiði, ásamt sýnishornum af hurðakrönsum sem fólk getur pantað og fleira skemmtilegt. Svava verður með allt efni á staðnum. Við viljum benda á að fólki er einnig frjálst að koma með eigið efni og endilega ef þið viljið koma með eitthvað persónulegt á kansana. Birta tekur þátt í kostnaði að því leiti að borga föndurverkefni barnanna. Einnig borgar Birta kransa á leiði barna félagsmanna að hálfu. Áætlaður heildarkostnaður við hvern krans er um 4000 krónur. Ekki er hægt að taka við greiðslukortum. Mjög erfitt er að áætla fjölda og viljum við þess vegna biðja þá sem geta að senda tölvupóst á netfangið kata1151@hotmail.com, það er þó ekki nauðsynlegt. Birta mun bjóða uppá veitingar og viljum við hvetja fólk til að mæta og taka systkini, ömmur, afa, frændur og frænkur með því við ætlum að eiga saman góða stund á fyrsta sunnudegi í aðventu.
Birta er landssamtök foreldra/forráðamanna barna og ungmenna sem látist hafa fyrirvaralaust. Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar um samtökin.
Velkomin!