Bergur Elí Rúnarsson hefur undirritað samnig við hkd. Fjölnis. Bergur Elí er fæddur árið 1995 og spilar í hægra horni.
Bergur Elí er uppalinn FH-ingur. Hann spilaði með ÍH í 1. deildinni árin 2013-2015 en skipti svo yfir í FH og spilaði þar tímabilið 2015-2016. Í fyrra færði hann sig yfir í KR þar sem hann stóð sig mjög vel og var meðal annars markahæsti leikmaður liðsins með 120 mörk í 22 leikjum.
Stjórn handknattleiksdeildarinnar er virkilega ánægð með að hafa náð samkomulagi við Berg Elí. Hann er leikmaður sem kemur til með að styrkja liðið fyrir komandi átök. Fjölnir leikur sem kunnugt er í Olís-deildinni á komandi keppnistímabili.