Börn segja stopp
Viðburður í tenglsum við átakið STÖÐVUM STRÍÐ GEGN BÖRNUM í tilefni af
100 ára afmæli Barnaheilla – Save the Children
Hvenær? – Fimmtudaginn 16. maí 2019, kl. ?? (ákv. í samráði við skóla)
Hvað? – Íslensk börn á aldrinum 6 til 15 ára taka þátt í viðburðinum ásamt börnum í öðrum löndum þar sem Barnaheill – Save the Children starfa. Viðburðurinn felst í því að rétta fram höndina og sýna stopp-merkið sem tákn um ákall um að stöðva stríð gegn börnum því 420 milljónir barna um allan heim búa á svæðum þar sem stríðsátök geisa. Viðburðurinn verður ljósmyndaður og kvikmyndaður. Myndefni verður síðan hluti af myndbandi alþjóðasamtakanna þar sem fjöldi barna kallar á breytingar. Myndbandið verður fyrst og fremst sýnt á samfélagsmiðlum aðildarlanda.
Hvar? – Í Rimaskóla, Reykjavík.
Bakgrunnur
Barnaheill – Save the Children International voru stofnuð árið 1919 af bresku kennslukonunni Eglantyne Jebb og eiga því aldarafmæli á þessu ári. Í tilefni af þessum tímamótum hafa alþjóðasamtökin hrundið af stað átaki undir kjörorðunum STÖÐVUM STRÍÐ GEGN BÖRNUM (STOP THE WAR ON CHILDREN). Meðal þess sem áhersla er lögð á í átakinu er að hvetja alþjóðasamfélgið til þess að beita öllum tiltækum ráðum til þess að þær hundruðir milljóna barna sem búa við átök og stríðsástand þurfi ekki lengur að þjást og líða, missa af menntun, búa við hungur, óöryggi og ofbeldi og vera án heilbrigðisþjónustu. Biðlað er til barna í aðildarlöndum samtakanna um allan heim að taka þátt í táknrænum viðburði með ákalli um að stöðva stríð gegn börnum.
Alþjóðasamtökin Save the Children eiga 100 ára afmæli í ár og Barnaheill eru 30 ára eins og reyndar Barnasáttmálinn sem samtökin byggja allt sitt starf á, sjá hér:
Hér hlekkur á blaðið okkar frá í fyrra, en nýtt blað kemur út í júní, https://www.barnaheill.is/static/files/pdf/Blad_Barnaheilla_2018.pdf
https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/althjodasamtokin og hér https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/saga-okkar/agrip
og hér er texti um stofnandann, Eglantyne Jebb: https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/althjodasamtokin/eglantyne-jebbs
Hérna er hægt að skoða bækling um samtökin á íslensku, ensku og pólsku………..