Sunnudagaskólar eru alla sunnudaga klukkan 11.00 í Grafarvogskirkju og í Borgarholtsskóla.
Tekið er fagnandi á móti fjölskyldunni allri en foreldrar eru hvattir til að mæta með börnum sínum í þessar líflegu guðsþjónustur.
Sunnudagaskólarnir byggja á efni frá Fræðslusviði Biskupsstofu sem útgefið er af Skálholtsútgáfunni.
Þóra Björg Sigurðardóttir hefur umsjón með sunnudagaskóla í Grafarvogskirkju og Ásthildur Guðmundsdóttir hefur umsjón með sunnudagaskóla í Borgarholtsskóla.
6-9 ára starf
Er í kirkjunni á mánudögum frá 17:30 – 18:30. Þar er farið í leiki, sungið og æft gospel, helgistundir, náttfataböll og annað skemmtilegt. Umsjón hefur Þóra Björg Sigurðardóttir.
Listasmiðja 9-11 ára
Í kirkjunni á þriðjudögum kl.18:00-19:00. Í listasmiðju er áhersla lögð á að rækta listræna tjáningu. Í listasmiðjunni munum við föndra, syngja, dansa, vera með leikræna tjáningu og margt fleira. Umsjón hefur Þóra Björg Sigurðardóttir.
10 – 12 ára starf
Í kirkjunni á fimmtudögum kl. 17:30-18:30. Umsjón hefur Þóra Björg Sigurðardóttir.
Æskulýðsfélag
Í kirkjunni á mánudögum kl. 20:00-21:30 fyrir 8-10.bekk. Umsjón hefur Þóra Björg Sigurðardóttir.
Bendum við foreldrum að heimsækja síðuna www.barnatru.is ásamt börnum sínum.
Upplýsingar um barnastarfið gefur Þóra Björg Sigurðardóttir.